Taktu þátt í ljósmyndaleik WOW air og Vísis. Við viljum fá myndir sem tengjast sumrinu og ferðalögum, innanlands og í Evrópu. Við leitum að myndum sem fá fólk til að segja „WOW“ og flokkarnir eru þrír: 1) WOW Náttúra, 2) WOW Fólk, 3)WOW Húmor. Keppnin stendur frá 1. – 30. júní og tilkynnt verður um úrslit í byrjun júlí.

Myndirnar sem eru sendar inn birtast á Vísi. Þær tíu myndir í hverjum flokki sem fá flest like, fara í úrslit. Dómnefnd frá Vísi, WOW air og ljósmyndadeild Fréttablaðsins og Vísis velja vinningsmyndina í hverjum flokki . Myndirnar eru metnar út frá gæðum og WOW áhrifum.

Verðlaun, flug fyrir tvo á einhvern af áfangastöðum WOW air, verða veitt fyrir vinningsmyndina í hverjum flokki.

Hámarks skráarstærð fyrir hverja mynd er 4mb og skila skal í jpg formati. Gæta skal velsæmis varðandi myndefni og skipuleggjendur meta innsendar myndir út frá því. Eftir að mynd hefur verið send inn þarf umsjónaraðili að samþykkja hana, þannig að liðið getur allt að því einn dagur þangað til myndin er komin í sjálfa keppnina.

Vísir og WOW air áskilja sér rétt til að birta myndir í tengslum við kynningu á keppninni og úrslitum hennar.

Hægt er að senda fyrirspurnir fyrir nánari upplýsingar á netfangið: ljosmyndakeppni@365.is

 

Viðbótarupplýsingar: Komið hafa upp samskiptaörðugleikar við Facebook vefsíðuna. Hægt er að líka við fleiri en eina útgáfu af hverri mynd. Við munum því taka þá útgáfu af hverri mynd sem er með flest like. (11.06.12)