UNGUR SNILLINGUR VERÐUR UPPGÖTVAÐUR

Ef þú ert 14 ára eða yngri og hefur gaman af að syngja þá er komið að þér að slá í gegn.

Vísir, Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Sena Live standa fyrir söngkeppni fyrir unga snillinga sjöunda árið í röð. Sigurvegarinn kemur fram í Eldborgarsal Hörpu með aragrúa af stjörnum laugardaginn 10. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins.

Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda okkur hlekk á myndbandsupptöku af söngnum.

Dómnefnd velur þá 12 söngvara sem skara fram úr og verða þeir boðaðir í prufur sem munu skera úr um hver verður Jólastjarnan 2017. Stöð 2 gerir sérstaka þáttaröð um allt ferlið og verða þrír þættir sýndir í seinni hluta nóvember. Í fyrstu tveimur koma keppendurnir tólf í prufur og í þeim þriðja er sigurvegarinn afhjúpaður.

Við biðjum þátttakendur vinsamlegast að fylla út upplýsingar í þar til gerða reiti hér fyrir neðan. Setja þarf meðal annars inn hlekki á myndbönd eða skrár þar sem þátttakendur láta ljós sitt skína.

Við bendum á síður sem hægt er spila myndbönd á, t.d. FacebookYouTube og Vimeo. Einnig er hægt að senda hlekki á skrár á skráarhýsingarsíðum á borð við WeTransfer.com, Dropbox, Box.com, Google Drive eða aðra staði sem dómnefnd getur auðveldlega nálgast myndböndin á.

Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2017 - Nafn keppanda.

Lagaval er algjörlega frjálst, en lagið sem sungið er má vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund og tungumáli sem hver og einn vill. Það má vera jólalag en þarf þess ekki. Þátttakendur ráða því að auki hvort þeir syngi við undirspil eður ei.

Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 18. október. Tólf krakkar verða í kjölfarið boðaðir í prufur og sigurvegarinn verður svo afhjúpaður í lokaþætti Jólastjörnunnar á Stöð 2.

Aldurstakmark: 14 ára og yngri.
Skilyrði: Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna.
Dómnefnd: Björgvin Halldórsson, Gunnar Helgason og Katrín Halldóra Sigurðardóttir.

Skráning

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

ATH: Ef vandamál koma upp við skráningu getur þú sent lýsingu á vandamálinu með tölvupósti á netfangið jolastjarnan@365.is og við aðstoðum þig við að leysa það.
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24
105 Reykjavík
sími 512 5000